Tenglar

7. janúar 2013 | vefstjori@reykholar.is

Aðstoð við gerð umsókna vegna verkefnastyrkja

Átak til atvinnusköpunar er sjóður sem stýrt er af Nýsköpunarmiðstöð Íslands en er í raun á framfæri iðnaðarráðuneytis sem veitir fé til styrkveitinga. Eins og nafnið gefur til kynna eru áherslur sjóðsins að ýta undir atvinnuskapandi nýsköpun. Jafnan er horft til verkefna sem eru stutt á veg komin og ekki þarf endilega að vera með fyrirtæki eða rekstur á bak við umsækjanda. Krafist er 50% mótframlags.

 

Jafnan er mikið sótt í „Átakið“ og mikil samkeppni um framlög úr sjóðnum. Hér þarf því að vanda vel til verks. Atvest veitir einstaklingum og fyrirtækjum aðstoð við umsóknagerð ef leitað er eftir því tímanlega eða að lágmarki 10 dögum fyrir umsóknarfrest, sem er að þessu sinni til 28. febrúar.

 

Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar er hægt að fá á nmi.is eða hér.

 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Viktoríu Rán Ólafsdóttur, verkefnastjóra Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða (Atvest) á Hólmavík.

 

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða

 Nýsköpunarmiðstöð Íslands

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31