30. júlí 2014 | vefstjori@reykholar.is
Áður en tungan fer að lafa
Stelpurnar sem eru hér á myndinni ásamt félaga sínum voru með límonaðisölu við kassabílakeppnina á Reykhóladögunum. Þær settu upp sölustand með skilti (Áður en tungan fer að lafa, fáðu þér safa) og seldu Kool-Aid og ekta heimagert límonaði á 50 krónur glasið. Salan hjá þeim var með miklum ágætum eða nærri þrjátíu glös og rennur afraksturinn til hinnar tilvonandi vaðlaugar við Grettislaug.
Ólafia Sig, mivikudagur 30 jl kl: 19:40
Flottir krakkar ;)