Tenglar

12. janúar 2010 |

Æðarfuglinn „fjölmennastur“ í vetrartalningu

Alls sáust ellefu tegundir á fjórum talningarsvæðum í austurhluta Reykhólahrepps við árlega vetrartalningu fugla sem fram fór um allt land sunnudaginn 27. desember. Talninguna í Reykhólahreppi önnuðust þeir Tómas Sigurgeirsson og Jón Atli Játvarðarson, sem báðir eru þrautreyndir í þeim efnum. Mest sást af æðarfugli og hélt hann sig aðallega í Gilsfirðinum. Mikið var af snjótittlingum á Reykhólasvæðinu. Tvo músarrindla bar fyrir augu, eina branduglu og eina toppönd. Mest var fjölbreytnin á Reykhólasvæðinu og þar sáust líka flestir fuglar.

  

Niðurstöður talningar þeirra Jóns Atla og Tuma eru eftirfarandi:

 

Svæði VF 12 - Reykhólasvæðið, alls 709 fuglar

     Snjótittlingur - 370

     Stokkönd - 215

     Æðarfugl - 75

     Sendlingur - 32

     Hrafn - 9

     Rjúpa - 3

     Músarrindill - 2

     Svartbakur - 2

     Brandugla - 1

 

Svæði VF 13 - Þorskafjörður að austanverðu, alls 136 fuglar

     Stokkönd - 70

     Æðarfugl - 65

     Hrafn - 1

 

Svæði VF 24 - Berufjörður, alls 62 fuglar

     Snjótittlingur - 50

     Æðarfugl - 7

     Auðnutittlingur - 4

     Rjúpa - 1

 

Svæði VF 25 - Gilsfjörður, uppfylling, alls 498 fuglar

     Æðarfugl - 470

     Svartbakur - 11

     Snjótittlingur - 10

     Hrafn - 3

     Sendlingur - 3

     Toppönd - 1

 

Fuglar af hverri tegund samtals á svæðunum fjórum, alls 1.405 fuglar

     Æðarfugl - 617

     Snjótittlingur - 430

     Stokkönd - 285

     Sendlingur - 35

     Hrafn - 13

     Svartbakur - 13

     Auðnutittlingur - 4

     Rjúpa - 4

     Músarrindill - 2

     Brandugla - 1

     Toppönd - 1

 

Tölur eitt árið segja reyndar ekki nema hálfa söguna heldur er það einnig samanburðurinn sem skiptir máli. Hér má finna niðurstöður vetrartalninga á einstökum svæðum um land allt á árunum 2002-2009. Efst í töflunni er skrá um talningarsvæði og hvernig þau eru númeruð. Talningarsvæðin í Reykhólahreppi tilheyra þar ekki Breiðafirði heldur heildarsvæðinu Vestfirðir 1.

 

 

Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands segir svo um vetrarfuglatalninguna:

 

Árlegar vetrarfuglatalningar hófust á Íslandi um jólaleytið 1952 að amerískri fyrirmynd. Þetta verkefni er ein lengsta samfellda vöktun sem stunduð hefur verið hér á landi og sú sem tekur til flestra fuglategunda. Fyrsta árið var talið á 11 svæðum en þeim fjölgaði svo jafnt og þétt næstu árin og voru þau orðin 44 árið 1958 víðs vegar um land en fremur fá svæði bættust síðan við fram yfir 1970 (Ævar Petersen 1983). Fuglaáhugamenn tóku þessu nýja verkefni fagnandi og töldu margir af upphafsmönnum svæði sín áratugum saman eftir það. Frá upphafi hafa áhugamenn unnið þetta verk í sjálfboðavinnu og á síðustu árum hafa hátt á annað hundrað manns tekið þátt í því. Talningar fóru lengst af fram á frídegi milli jóla og nýárs og oft varð annar dagur jóla fyrir valinu. Af þeim sökum hafa talningar þessar oft verið nefndar „jólatalningar".

 

Markmið vetrarfuglatalninga er að safna upplýsingum um fjölda og dreifingu fugla að vetrarlagi. Talningar eru staðlaðar og geta því nýst til vöktunar einstakra stofna.

 

Umsjón með talningunum hefur Kristinn Haukur Skarphéðinsson, fagsviðstjóri dýrafræði á Náttúrufræðistofnun Íslands.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31