25. desember 2014 |
Æfðu sig í því að leggja á borð
Nemendur í fimmta til tíunda bekk í Reykhólaskóla æfðu sig núna rétt fyrir jólin í því að leggja á borð með hátíðarbrag. Myndirnar hér eru nokkrar af mun fleiri sem er að finna á Facebooksíðu skólans. Nema mynd nr. 11, sem er fengin af bloggsíðu skrautskriftarkennarans góðkunna Jens Kr. Guðmundssonar. Hann segir og flækir ekki málin frekar venju:
Til að leggja snyrtilega á borð þarf aðeins tommustokk og snærispotta. Með tommustokknum er passað upp á að nákvæmlega sama bil sé á milli allra diska, glasa og hnífapara. Það má ekki skeika hálfum sentimetra. Með spottanum er þess gætt að borðbúnaðurinn sé í beinni röð. Þaðan er komið orðið þráðbeint.
Sjá einnig:
► Lagt á borð - Leiðbeiningastöð heimilanna