Tenglar

10. mars 2017 | Sveinn Ragnarsson

Æskulýðsmessa í Grettislaug á sunnudaginn

Grettislaug, mynd Árni Geirsson
Grettislaug, mynd Árni Geirsson

Sund-æskulýðsmessa og helgistund í Barmahlíð næsta sunnudag :)

Kæra dásamlega fólk!

Þessir síðustu mánuðir hafa verið frekar erfiðir og áföll og erfiðleikar sett mark sitt á samfélagið okkar. Því fengu krakkarnir í æskulýðsfélaginu þá stórgóðu hugmynd að við myndum öll koma saman og eiga góða og skemmtilega stund þar sem náungakærleikur og gleði væri í fyrirrúmi.

 

Börnin og unglingarnir í prestakallinu hafa lagt heilmikla vinnu á sig til þess að búa til sína eigin sund-æskulýðsmessu sem verður næsta sunnudag kl.11:00 í Grettislaug sem þau vona innilega að þið mætið í. Þau hafa samið hluta af predikun, allar bænirnar sem verða fluttar, valið lögin, búið til persónulega hrósmiða, æft altarisgöngu o.s.frv.

 

Þema dagsins verður “Jesús gengur á vatni” og ætlum við að gá hvort við getum eitthvað slíkt og svo ætlum við að syngja sama og eiga virkilega góða stund. Hann Steinþór Logi organistinn okkar verður á sundlaugarbakkanum með harmonikkuna og góða skapið og eftir stundina verða grillaðar pulsur og safar.

 

Við hvetjum alla, unga sem aldna, til að mæta og það er alls ekki nauðsynlegt að fara ofan í laugina, það má líka bara hafa það gaman á bakkanum eða í heita pottinum :)

Einnig verður helgistund í Barmahlíð kl.15.00 þar sem Steinþór Logi mun spila fallega sálma og lög. Stundin er opin öllum.

 

 

Sr. Hildur Björk Hörpudóttir

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31