Tenglar

19. apríl 2009 |

Ætlum okkur að verja Markaðsstofu Vestfjarða

Sigurður Atlason, nýkjörinn formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða.
Sigurður Atlason, nýkjörinn formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða.

Sigurður Atlason, framkvæmdastjóri Strandagaldurs, var kjörinn formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða á aðalfundi samtakanna sem haldinn var á Drangsnesi núna um helgina. Hann tekur við af Sævari Pálssyni í Flókalundi, sem gegnt hefur formennskunni undanfarin fjögur ár. Sævar verður hins vegar áfram í stjórninni. Ný inn í stjórnina komu Sigurður Arnfjörð á Núpi í Dýrafirði og Ester Rut Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Melrakkaseturs í Súðavík. Endurkjörin í stjórn voru Áslaug S. Alfreðsdóttir, hótelstjóri á Ísafirði, Björn Samúelsson á Reykhólum (Eyjasigling), og Keran Stueland Ólason (Ferðaþjónustan Breiðavík).

 

Um fjörutíu manns sátu sjálfan aðalfundinn, sem teljast verður góð mæting. Í tengslum við hann var jafnframt haldið málþing undir heitinu Börn og ferðalög.

 

„Málþingið var gríðarlega vel heppnað“, segir Sigurður Atlason. „Þarna vorum við að fjalla um börn og ferðalög frá ýmsum sjónarhornum. Ég er sannfærður um að þetta hefur verið góð vítamínsprauta í hugarfylgsni fólks til að sjá að það er ekki svo flókið að huga að börnum og hvað hægt er að gera til að þau njóti ferðalagsins betur. Það er svo margt í umhverfinu sem við höfum en þurfum aðeins að opna augun fyrir. Ævintýrin eru út um allt. Þannig getur einn strigaskór í fjöru verið eins og gullmoli.“

 

Á aðalfundinum fór talsverð umræða um Markaðsstofu Vestfjarða og segir Sigurður Atlason að Ferðamálasamtökin ætli sér undir nýrri stjórn að halda áfram að styðja hana af öllum krafti. „Að henni er sótt með ýmsum hætti, aðallega af hálfu opinberra aðila, og því ætlum við að verjast með öllum ráðum. Markaðsstofa Vestfjarða er vopn sem við eigum og við ætlum okkur að halda áfram að standa vörð um hana.“

 

Ferðamálasamtök Vestfjarða

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30