Tenglar

13. febrúar 2013 | vefstjori@reykholar.is

Ævintýri á gönguför

Leikskólafólkið fyrir dyrum Barmahlíðar.
Leikskólafólkið fyrir dyrum Barmahlíðar.
1 af 3

Mannskapurinn í leikskóladeild Reykhólaskóla brá undir sig betri fætinum núna fyrir hádegið á öskudag og fór í göngutúr um þorpið. Meðal annars var komið við í Barmahlíð og nokkur lög sungin þar í anddyrinu þannig að söngurinn ómaði um heimilið.

 

Skv. tölum Hagstofu Íslands um mannfjölda núna þann 1. janúar, sem birtar voru í gær, voru í Reykhólahreppi 26 börn á aldrinum 0-5 ára. Kynjaskiptingin var hnífjöfn: 13 stúlkur og 13 drengir.

 

Þetta er í fullu samræmi við kynjaskiptingu allra íbúanna í hreppnum um áramótin: 140 konur og 140 karlar.

 

Segið svo að skipulagsmálin í Reykhólahreppi séu ekki til fyrirmyndar!

 

Myndirnar sem hér fylgja voru teknar annars vegar þar sem hópurinn var á gangi úti á túni og hins vegar fyrir dyrum Barmahlíðar að söngnum loknum. Bæði börnin og kennararnir voru meira og minna í ýmsum sérkennilegum gervum í tilefni dagsins.

 

12.02.2013 Íbúum í Reykhólahreppi fjölgar á ný milli ára

 

Athugasemdir

Eyvindur, mivikudagur 13 febrar kl: 12:58

Takk fyrir heimsóknina og sönginn í búðinni.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31