Tenglar

12. október 2017 | Sveinn Ragnarsson

Af réttum

Kinnarstaðarétt, gamla réttin þar sem bláa strikið er.
Kinnarstaðarétt, gamla réttin þar sem bláa strikið er.
1 af 15

Þegar réttað var í Kinnarstaðarétt um daginn, vantaði einungis 3 daga í fertugsafmælið hennar. Svo skemmtilega vill til að í dagbókarfærslu Lilju Þórarinsdóttur (Lilju á Grund) frá 27. sept. 1977 er einmitt sagt frá vígslu nýju réttarinnar. Það var gott veður þennan dag og margt fólk í réttinni, eins og er enn í dag, og það voru haldnar ræður af þessu tilefni, Ingi Garðar Sigurðsson tilraunastjóri á Reykhólum og oddviti, og Snæbjörn Jónsson bóndi á Stað kvöddu sér hljóðs.


Að réttarsmíðinni unnu þeir Klukkufellsfeðgar, Jón Sveinsson og Vignir Jónsson, og einnig Birgir Hallgrímsson á Brekku.


Fullbúin kostaði réttin kr. 2.451.208.-  Í dag myndi sambærilegt mannvirki sennilega kosta 12 – 15 millj. Og úr því minnst er á tölur, þá mun timbrið í réttinni vera samtals fast að 4,9 km. Réttin er nýmáluð og í góðu standi, Jón Kjartansson málaði þessa tæpu 5 km. og hefur einnig séð um að aðrar réttir í sveitarfélaginu líti sómasamlega út.


Þessi rétt leysti af hólmi gamla torfrétt sem enn sér nokkuð fyrir. Uppdráttur af henni er frá árinu 1898, þannig að hún er eitthvað eldri en það.


Réttin í Króksfjarðarnesi á afmæli líka, en hún er sextug. Gamla skilaréttin í Geiradalshreppi var frammi í Gautsdalsbotni, en árið 1957 var byggð ný rétt undir Neshyrnunni og skilaréttin færð þangað.


 Óvíða er fallegra réttarstæði en í Gautsdalnum, en staðsetningin var ekki lengur hentug miðað við tilhögun leita, auk þess var enginn vegur inn dalinn á þeim tíma.


Þriðja skilaréttin í hreppnum, á Eyri í Kollafirði, á ekki merkisafmæli að sinni, en á stutt í aldarfjórðung.


Hér er einungis fjallað um núverandi skilaréttir í Reykhólahreppi, en gaman væri að safna saman á einn stað efni og myndum sem er til um réttir í sveitinni, fyrr og nú.

 

Uppdrættirnir og vatnslitamyndin af gömlu Kinnarstaðaréttinni eru eftir Johannes Klein (1854-1928) og þær eru varðveittar á Þjóðminjasafni Danmerkur (http://samlinger.natmus.dk/)

 


 


Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jn 2024 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30