22. mars 2011 |
Af starfi Barðstrendingafélagsins í Reykjavík
Barðstrendingafélagið í Reykjavík stendur annað kvöld fyrir hagyrðingakvöldi í bækistöð sinni, Konnakoti við Hverfisgötu. Í Konnakoti er stöðugt félagsstarf af ýmsu tagi, meðal annars Opið hús mánaðarlega, þar sem ýmislegt er í boði til skemmtunar og fróðleiks. Félagið gefur út fréttabréfið Sumarliða póst, sem kemur út fjórum til fimm sinnum á ári.
Formaður Barðstrendingafélagsins í Reykjavík starfsárið 2010-2011 er Snorri Jóhannesson frá Bæ á Bæjarnesi. Mæðgurnar Aðalheiður Hallgrímsdóttir og Ólína Kristín Jónsdóttir frá Mýrartungu II í Reykhólasveit annast ritstjórn Sumarliða pósts en Jóhanna Fríða Dalkvist frá Mýrartungu I annast vef félagsins.
Vefur Barðstrendingafélagsins í Reykjavík