Tenglar

9. maí 2017 | Sveinn Ragnarsson

Afgangs ávinnsluherfi

Umrætt ávinnsluherfi
Umrætt ávinnsluherfi
1 af 2

Bændur í Reykhólahreppi hafa verið duglegir að tileinka sér nýjungar, sem þó hafa ekki alltaf nýst fullkomlega. Það þótti ögn broslegt þegar menn voru að slóðadraga á nýju stóru dráttarvélunum og slóðinn var umtalsvert mjórri en traktorinn.

 Nú munu gárungar þurfa að finna sér annað aðhlátursefni, því í vor keyptu nokkrir bændur sér 6 m. breið ávinnsluherfi (slóðarnir heita ávinnsluherfi í dag). Þeir hjá umboðinu sem seldi herfin voru eitthvað óklárir á fjöldanum sem átti að afgreiða, þannig að það varð einu ofaukið í sendingunni. 

Hjá Bjarkalundi liggur því eitt 6 m. ávinnsluherfi og ef einhvern á svæðinu vantar svoleiðis tæki, þá getur viðkomandi haft samband við Búvís á Akureyri.

Það gæti mögulega sparað einhvern flutningskostnað að taka það þar.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30