Afgangs ávinnsluherfi
Bændur í Reykhólahreppi hafa verið duglegir að tileinka sér nýjungar, sem þó hafa ekki alltaf nýst fullkomlega. Það þótti ögn broslegt þegar menn voru að slóðadraga á nýju stóru dráttarvélunum og slóðinn var umtalsvert mjórri en traktorinn.
Nú munu gárungar þurfa að finna sér annað aðhlátursefni, því í vor keyptu nokkrir bændur sér 6 m. breið ávinnsluherfi (slóðarnir heita ávinnsluherfi í dag). Þeir hjá umboðinu sem seldi herfin voru eitthvað óklárir á fjöldanum sem átti að afgreiða, þannig að það varð einu ofaukið í sendingunni.
Hjá Bjarkalundi liggur því eitt 6 m. ávinnsluherfi og ef einhvern á svæðinu vantar svoleiðis tæki, þá getur viðkomandi haft samband við Búvís á Akureyri.
Það gæti mögulega sparað einhvern flutningskostnað að taka það þar.