Afgreiðsla Sparisjóðsins verður á Reykhólum í dag
Líkt og víðar um hátíðarnar er afgreiðslutíminn hjá útibúi Sparisjóðs Vestfirðinga í Króksfjarðarnesi með öðrum hætti en venjulega. Afgreiðslan sem að jafnaði er á hreppsskrifstofunni á Reykhólum á miðvikudögum verður þar kl. 9-11 í dag, þriðjudaginn 30. desember, og þá verður farið á dvalarheimilið Barmahlíð. Ekki verður farið í Þörungaverksmiðjuna að þessu sinni. Á morgun, gamlársdag, verður útibúið í Króksfjarðarnesi opið kl. 9-12 og síðan 2. janúar kl. 13-16.
Ekki verða neinar breytingar á afgreiðslutímanum í Króksfjarðarnesi með nýju ári eins og í nær öllum öðrum útibúum Sparisjóðs Vestfirðinga. Þar verður opið alla virka daga kl. 11-16 eins og verið hefur. Fyrirkomulag póstdreifingar sem Sparisjóðurinn annast á svæðinu mun ekki heldur taka neinum breytingum.