Afgreiðslutímar flugeldasölunnar á Reykhólum
Flugeldasala Björgunarsveitarinnar Heimamanna í Reykhólahreppi, sem er eins og venjulega í húsi sveitarinnar að Suðurbraut 5 á Reykhólum (beint á móti gámasvæðinu), verður opin fyrir þessi áramót sem hér segir:
- Mánudaginn 29. desember kl. 20-23.
- Þriðjudaginn 30. desember kl. 10-23.
- Miðvikudaginn 31. desember (gamlársdag) kl. 10-14.
Posinn verður væntanlega ekki kominn fyrr en á morgun, þriðjudag. Þangað til verður aðeins tekið við reiðufé og millifærslum.
Ef einhver veit um ferð frá Reykjavík vestur á Reykhóla í dag, mánudag, mætti sá hinn sami endilega hafa samband við Egil gjaldkera Heimamanna (894-8414) eða Ágúst ritara (846-6686).
Jafnan eru margir sem vilja styðja Slysavarnafélagið Landsbjörg og einstakar björgunarsveitir með fjárframlögum, koma jafnvel á sölustaði flugelda og „versla“ án þess að taka flugeldana með sér. Hægt er að spara sér slíka ferð með því að millifæra inn á reikninga sveitanna. Hér eru reikningsupplýsingar fyrir þá sem vilja leggja inn á reikning Björgunarsveitarinnar Heimamanna í Reykhólahreppi:
Kennitala
4307810149
Bnr. - Hb. - Reikn.
0153 - 26 - 000781
Björgunarsveitin Heimamenn er eins og aðrar björgunarsveitir um land allt innan vébanda Slysavarnafélagsins Landsbjargar, frjálsra félagasamtaka með það markmið að koma í veg fyrir slys og bjarga mannslífum og verðmætum. Í félaginu eru þúsundir sjálfboðaliða í björgunarsveitum, slysavarnadeildum og unglingadeildum, alltaf til taks er út af bregður á sjó eða landi, á nóttu sem degi, allt árið um kring.
Flugeldasalan er mikilvægasta fjáröflun björgunarsveitanna um land allt og stendur undir stórum hluta af rekstri þeirra. Slysavarnafélagið Landsbjörg hvetur fólk eindregið til fylgja til hlítar leiðbeiningum um meðferð flugelda og nota hlífðargleraugu, líka þá sem eru bara að fylgjast með.
► Öryggisatriði varðandi flugelda (vefur Slysavarnafélagsins Landsbjargar)