Tenglar

29. janúar 2017 | Umsjón

Afi minn var bróðir Kalla á Kambi ...

Óttarr Proppé. Mynd: Alþingi.
Óttarr Proppé. Mynd: Alþingi.
1 af 4

Fyrir nokkru var hér á Reykhólavefnum greint frá tengslum hins nýja ráðherra Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur við Reykhólasveit. Í framhaldi af því fékk Óttarr Proppé, annar af hinum nýju ráðherrum, svolítinn póst frá umsjón þessa vefjar, þar sem hann var spurður út í tengsl hans við Reykhólasveit.

 

Óttarr svaraði ljúflega og segir hann þar meðal annars:

 

Ég er sonur Pétrúnar Pétursdóttur og Ólafs Proppé. Pétur móðurafi minn var sonur Árna Ólafssonar, f. á Bakka í Bjarnarfirði 1856, látinn 1930, og Guðbjargar Loftsdóttur, f. á Laugalandi í Reykhólasveit 1878, látin 1960. Foreldrar Guðbjargar voru Loftur Hákonarson, f. í Reykhólasókn 1835, látinn 1921, og Guðrún Þorláksdóttir, f. í Reykhólasókn 1839, látin 1915. Faðir Lofts var Hákon Loftsson, fæddur á Klukkufelli 1806, látinn 1894. Móðir Lofts var Jóhanna Jónsdóttir, f. í Reykhólasókn 1800, látin 1880.

 

En einfaldast er nú sennilega að segja að Pétur afi minn var bróðir Kalla á Kambi :)

 

Hér er reyndar ekki um þann Kalla á Kambi að ræða sem sumu yngra fólki kemur kannski fyrst í hug, þ.e. Karl Kristjánsson sem núna býr á Kambi, heldur Karl Árnason afa hans. Foreldrar Karls yngra eru þau hjón og búendur í Gautsdal í Reykhólahreppi (áður Geiradalshreppi) Kristján Sigvaldi Magnússon og Guðbjörg Karlsdóttir, dóttir Karls eldra.

 

Í stórvirkinu Vestfjarðarit IV - Hjalla meður græna - Austur-Barðastrandarsýsla 1900-2012 segir m.a. um Karl eldra á Kambi, bróður Péturs, afa ráðherrans tónelska og litríka sem hér um ræðir:

 

Karl Árnason var landpóstur á leiðinni milli Króksfjarðarness og Brjánslækjar 1931-1946 og 1946-1952, en þá hafði póstleiðin verið stytt að Firði í Múlasveit. Hann byrjaði að fara vetrarferðir fyrir fóstra sinn, Sumarliða Guðmundsson í Borg, árið 1931, og tók svo alfarið við póstferðunum 1942. Seinna, árið 1976, tók Karl að sér póstferðir í Gufudalssveit og fór þær í fimm ár, þá var endastöð póstsins á Kletti í Kollafirði. Karl tók alla tíð mikinn þátt í félagsmálum, fyrst í ungmennafélaginu Aftureldingu, hestamannafélaginu Kinnskæ og Búnaðarfélagi Reykhólahrepps, sat fjöldamörg ár í hreppsnefnd Reykhólahrepps og í stjórn Kaupfélags Króksfjarðar. Einnig var hann lengi kjötmatsmaður í sláturhúsinu í Króksfjarðarnesi.

 

Myndirnar nr. 2-4 sem hér fylgja eru í einkaeigu.

 

Myndin af þeim hjónum Karli Árnasyni og Unni Halldórsdóttur fylgdi minningarorðum um Unni, sem birtust hér á vefnum fyrir þremur árum.

 

Myndir nr. 3 og 4 útvegaði Karl Kristjánsson á Kambi góðfúslega hjá móður sinni, Guðbjörgu Karlsdóttur í Gautsdal, vegna þessarar samantektar. Þær eru teknar í Borg í Reykhólasveit, sennilega sumarið 1945. „Afi og amma búa þá í Borg, flytja upp að Kambi 1946,“ segir hann. Á þeim getur að líta fimm systkinabörn, þær Jóhönnu og Guðbjörgu, dætur Karls Árnasonar, Ragnheiði Benneyju, dóttur Ólafs Árnasonar, Pétrúnu, dóttur Péturs Árnasonar (móður Óttars Proppé), og Rúnar, son Guðrúnar Árnadóttur.

 

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (11. janúar 2017).

 

Stiklur frá langri ævi Unnar á Kambi (1. febrúar 2014).

 

Forseti, borgarstjóri, biskup - og Sigmundur Davíð (27. maí 2013).

 

Hákon Árnason kvaddur (21. júní 2009).

 

Athugasemdir

Ásgeir Överby, mnudagur 30 janar kl: 16:49

Afi Óttarrs, Ólafur Proppé tengdist Vestfjörðum.

Æfiágrip þingmanna: "Meðstofnandi firmans Bræðurnir Proppé 1914, forstjóri Þingeyrarverslunar þess 1914–1920 ...
Alþingismaður Vestur-Ísfirðinga 1919–1923 (utan flokka, (Heimastjórnarflokkurinn)"

En þetta er kannske lítilræði sem tekur ekki að nefna ...?

Umsjón, mnudagur 30 janar kl: 17:15

Þetta er vefur Reykhólahrepps og hér er verið að tala um tengsl við Reykhólasveit, Ásgeir :)

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29