Tenglar

11. janúar 2009 |

Afmælaskrá á vef Reykhólahrepps?

Frá afmæli Barmahlíðar á liðnu ári. ÓS.
Frá afmæli Barmahlíðar á liðnu ári. ÓS.

Upp hefur komið sú hugmynd, að hér á vef Reykhólahrepps verði greint frá merkisafmælum á næstunni hverju sinni, enda liggi fyrir vitund og samþykki þeirra sem afmælin eiga. Hér yrði um að ræða afmælisbörn búsett í sveitarfélaginu, svo og brottflutta og aðra er tengjast héraðinu. Einnig mætti skjóta þar inn afmælum félaga og stofnana og mannvirkja og öðrum merkisdögum í sögu héraðsins. Jafnframt e.t.v. nafnkunnugs fólks sem horfið er yfir móðuna miklu.

 

Lista yfir afmæli á næstunni mætti slá upp í valmyndinni. Þar gæti jafnframt komið fram hvar og hvenær afmæliskaffi eða annað slíkt verður, eða á hinn bóginn ef afmælisbarnið lætur sig hverfa um stundarsakir og verður að heiman á ótilteknum stað, eins og iðulega ber við. Jafnframt gætu fylgt nokkrar línur um afmælisbarnið.

 

Ekki er vafningasamt að fylgjast með stórafmælum fólks í svo fámennu sveitarfélagi sem Reykhólahreppur er með sínum 280 íbúum eða þar um bil. Varðandi brottflutta yrði hins vegar að treysta á liðsinni og ábendingar, sem senda mætti í tölvupósti eða með því að hringja í síma 892 2240 eða 434 7880.

 

Nú getur verið álitamál hvað skuli telja stórafmæli og hvaða afmæli ættu yfirleitt að birtast í slíkum dálki, ef af verður. Undirritaður hallast að því að hér mætti hafa 30, 40, 50, 60, 65, 70, 75 og 80 ára afmæli, og síðan öll afmæli eftir áttrætt. Þannig var í frétt hér á vefnum í morgun greint frá 89 ára afmæli Hákonar Árnasonar. Varðandi afmæli barna þyrfti að íhuga það vel í samráði við foreldra og skóla.

 

Lesendur þessa vefjar eru beðnir að láta í ljós skoðanir sínar á þessum hugmyndum, annað hvort í athugasemdum hér fyrir neðan eða í tölvupósti til undirritaðs.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30