Tenglar

1. maí 2013 | vefstjori@reykholar.is

Afmæli Reykhólakirkju, lýsingin og kirkjugarðurinn

Reykhólakirkja í smíðum. Myndin tekin 11. júlí 1959.
Reykhólakirkja í smíðum. Myndin tekin 11. júlí 1959.

Taizé-kvöldstund verður í Reykhólakirkju kl. 20 í kvöld, 1. maí, og að henni lokinni aðalsafnaðarfundur Reykhólasóknar. Auk hinna venjulegu aðalfundarstarfa verður spjallað um vígsluafmæli kirkjunnar í haust og hugmyndir um hátíðarhöld. Lýsing kirkjunnar verður á dagskrá. Einnig verða skoðaðar teikningar af kirkjugarðinum og framkvæmdum sem áformaðar eru sem fyrst.

 

Reykhólakirkja var vígð 8. september 1963 og hafði þá verið nokkur ár í smíðum. Hún er helguð minningu mæðginanna Þóru Einarsdóttur í Skógum í Þorskafirði og þjóðskáldsins séra Matthíasar Jochumssonar.

 

Myndin sem hér fylgir fannst á síðasta ári í skjalasafni Húsameistara ríkisins hjá Þjóðskjalasafni Íslands. Þar komu einnig í leitirnar ýmsar fleiri myndir frá smíði kirkjunnar, teknar á mismunandi tímum og bæði úti og inni.

 

Taizémessa er helg samvera, bæna- og íhugunarstund. Messuformið er einfaldara en í hinni hefðbundnu sunnudagsmessu og byggt á einföldum laglínum við stutta texta ritningarinnar. Þessi vers eru oft endurtekin og sungin til íhugunar. Form Taizémessunnar er einfalt og einlægt. Kertaljós og reykelsi og fólk finnur ilminn þegar inn kemur. Stutt ávarp er flutt en ekki eiginleg prédikun. Lestrar eru úr Davíðssálmum, bréfum Nýja testamentisins eða spámannaritunum og guðspjöllunum. Þetta form er þekkt víða um heim og kennt við þorpið Taizé sem er skammt frá Cluny í Frakklandi.

 

21.02.2013 Útilýsing Reykhólakirkju: Skipt verður um kastara

25.11.2012 Myndir af kirkjunum tveimur á Reykhólum

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30