Tenglar

10. ágúst 2022 | Sveinn Ragnarsson

Afmælisdagskrá Reykhólahrepps, föstudag

Grillveisla á þrítugsafmæli Reykhólahrepps
Grillveisla á þrítugsafmæli Reykhólahrepps

Afmælishátíð.

Nú í ár er sundlaugin okkar 75 ára, sveitarfélagið 35 ára og leikskólinn 30 ára. Því býður sveitarfélagið til veislu.

 

Afmælishátíðin byrjar í leikskólanum klukkan 13 og eru allir velkomnir í köku og gögl námskeið, skemmtun fyrir allan aldur!

 

Klukkan 17 býður sveitarfélagið í grill í Hvanngarðabrekku þar sem sveitarstjórn mun grilla kjöt með kartöflusalati oddvitans og hrásalati hreppsstjórans, ásamt því að grillaðar verða pylsur.

Fólk er beðið um að koma með eigin drykki í grillveisluna (líka gos/vatn/djús).

 

Meðan á grillveislu stendur munum við veita íbúa ársins viðurkenningu, Hreimur Örn mætir á svæðið og tekur nokkur lög.

Svo verður froðu rennibraut fyrir alla sem vilja taka salíbunu.

 

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31