Tenglar

4. júlí 2014 | vefstjori@reykholar.is

Afmælismessa í Staðarkirkju á Reykjanesi

Staðarkirkja og Staðarfoss.
Staðarkirkja og Staðarfoss.
1 af 4

Kirkjan á Stað á Reykjanesi í Reykhólasveit er 150 ára um þessar mundir, vígð sumarið 1864*). Á morgun, laugardag, messar sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir sóknarprestur í kirkjunni gömlu og fallegu og hefst athöfnin kl. 15. Undirleikari er Viðar Guðmundsson sem spilar á harmoniku og jafnframt verður almennur safnaðarsöngur. Kaffi að lokinni guðsþjónustu.

 

Þrátt fyrir eftirgrennslan umsjónarmanns vefjarins hefur honum ekki tekist að finna vígsludag kirkjunnar á Stað. Hins vegar er tvisvar getið um aldarafmæli hennar í Morgunblaðinu sumarið 1964 (sjá myndirnar) og hafa fyrra tilvikinu verið gerð skil hér á Reykhólavefnum (sjá tengil hér fyrir neðan).

 

____________________

 

*) Hér skal staðhæft, að óhugsandi sé annað en kirkjan hafi verið vígð að sumarlagi og þarf naumast að rökstyðja það. Auk þess má nefna, að biskup Íslands á þeim tíma, Helgi Thordersen, var þá orðinn allroskinn á þeirrar tíðar mælikvarða og naumast til mikilla ferðalaga nema við bestu aðstæður, ef hann hefur þá annast vígsluna, eins og sennilegt má telja.

 

Um heimsókn á Stað fyrir hálfri öld og minningarorð um hjónin á Stað:

Aðfangadagur 2013: Fegurð við Breiðafjörð og heimsókn á Stað

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30