6. desember 2009 |
Áform um að leggja niður ráðuneyti fordæmd
Stjórn Samtaka ungra bænda fordæmir þær fyrirætlanir að leggja niður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið í núverandi mynd. Stjórnin telur mjög óæskilegt að leggja niður það ráðuneyti sem hafi með að gera málefni þessara tveggja frumframleiðslugreina þegar einsýnt þyki að á næstu árum verði að leggja mjög mikla áherslu á að tryggja matvælaöryggi íslenskrar þjóðar til framtíðar.
„Málefni landbúnaðar og sjávarútvegs skipa veigamikinn sess í íslensku samfélagi og telur stjórn Samtaka ungra bænda því fráleitt að leggja niður ráðuneyti landbúnaðar- og sjávarútvegsmála", segir í ályktun stjórnarinnar.
Samtökin skora á Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að endurskoða þessa ákvörðun sína og hætta tafarlaust allri vinnu við að leggja niður ráðuneytin tvö.
Samtök ungra bænda voru stofnuð í Búðardal seint í október núna í haust.
Sjá einnig: