16. maí 2008 |
Áformum um lokun póstafgreiðslunnar mótmælt
Á fundi sínum í gær mótmælti hreppsnefnd Reykhólahrepps harðlega áformum um lokun póstafgreiðslunnar í Króksfjarðarnesi. Meðal annarra mála á fundinum í gær má nefna, að staðfest var ákvörðun skipulags-, bygginga- og hafnarnefndar um að taka tilboði Björgunar ehf. í dýpkun Reykhólahafnar upp á 16,3 milljónir króna. Einnig var ársreikningur Reykhólahrepps fyrir árið 2007 lagður fram og tekinn til fyrri umræðu.
Fundargerðir Reykhólahrepps og nefnda hans nokkur ár aftur í tímann eru komnar hér inn á vefinn. Í reitnum neðst til vinstri á síðunni er hægt að smella á fimm nýjustu fundargerðirnar. Ef smellt er þar á Meira birtist valmynd þar sem finna má allar fundargerðir hverrar nefndar sem settar hafa verið inn á vefinn. Líka má fara þangað inn með því að fara í Stjórnsýsla > Fundargerðir í aðalvalmyndinni vinstra megin.