Tenglar

17. febrúar 2010 |

Áfram unnið að sameiningu ráðuneyta

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að enn sé unnið að sameiningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og iðnaðarráðuneytisins í eitt atvinnuvegaráðuneyti. Hún segist gera sér grein fyrir að andstaða sé við fyrirhugaða sameiningu meðal hluta Vinstri grænna. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um sameiningu ráðuneytanna. Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir aftur á móti að ekki séu nein skynsamleg rök fyrir slíkri sameiningu. Ýmis samtök bæði í landbúnaði og sjávarútvegi, auk sveitarfélaga, hafa ályktað á sama veg.

 

Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, varaþingmaður Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi, spurði Jóhönnu á Alþingi í gær hvort hún ætli að beita sér fyrir því að sameiningunni verði frestað.

 

Meira hér á visir.is

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30