Tenglar

13. desember 2009 |

Áfram verður greitt fyrir refaveiðar

Lágfóta gæðir sér á eggi. Ljósmynd: Jón Jónsson / strandir.is.
Lágfóta gæðir sér á eggi. Ljósmynd: Jón Jónsson / strandir.is.
Stjórnvöld hafa fallið frá áformum sínum um að hætta að endurgreiða sveitarfélögum framlag til veiðimanna vegna veiða á ref. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að 17 milljónum króna verði varið til þessara endurgreiðslna á næsta ári. Nefndin hvetur umhverfisráðherra til að skipa nefnd hið fyrsta til að fara heildstætt yfir þennan málaflokk í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga.

 

Í fjárlagafrumvarpinu var gert ráð fyrir að fella niður endurgreiðslur vegna refaveiða sem lið í markmiði umhverfisráðuneytisins um lækkun ríkisútgjalda. Æðarræktarfélag Íslands, Landssamtök sauðfjárbænda og fleiri mótmæltu þessum áformum harðlega og sögðu að þau myndu hafa í för með sér verulega fjölgun refa með ófyrirséðum afleiðingum fyrir lífríkið. Þetta kemur fram á mbl.is.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Aprl 2025 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30