Tenglar

14. nóvember 2015 |

Áframhaldandi samstarf um frjálsíþróttir ungmenna

Viljayfirlýsingin handsöluð. Ljósm. Morgunblaðið / Árni Sæberg.
Viljayfirlýsingin handsöluð. Ljósm. Morgunblaðið / Árni Sæberg.

Fulltrúar sjö íþróttasambanda á Vesturlandi og Vestfjörðum, þar á meðal Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN), undirrituðu fyrir skömmu viljayfirlýsingu um áframhaldandi samstarf til að efla frjálsíþróttaiðkun barna og unglinga á svæðinu. Yfirlýsingin gildir næstu þrjú ár.

 

Markmið samstarfsins, sem hófst 2012, er að stuðla að útbreiðslu og eflingu frjálsra íþrótta og gera þær aðlaðandi fyrir börn og unglinga. Samböndin standa m.a. að sameiginlegum æfingum og mótum og stuðla að stofnun sameiginlegs liðs til keppni á mótum á landsvísu.

 

Auk UDN (meðal aðildarfélaga þess er Ungmennafélagið Afturelding í Reykhólahreppi) standa að yfirlýsingunni Frjálsíþróttafélag Borgarfjarðar f.h. Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB), Héraðssamband Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu (HSH), Ungmennafélagið Skipaskagi (USK), Héraðssambandið Hrafna-Flóki (HHF), Héraðssamband Strandamanna (HSS) og Ungmennafélag Kjalnesinga (UMFK). Samstarfsaðilar eru Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ).

 

Á myndinni handsala fulltrúar sambandanna og fulltrúar UMFÍ og FRÍ samninginn um samstarfið í frjálsíþróttahöll FH í Kaplakrika í Hafnarfirði, að viðstöddu ungu íþróttafólki. Fulltrúi UDN er Arnar Eysteinsson á Stórholti í Saurbæ, fjórði frá vinstri við borðið.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31