Tenglar

20. október 2014 | vefstjori@reykholar.is

Afreksfólkið Fríða Rún og Viktor Karl Einarsbörn

Fríða Rún Einarsdóttir og Viktor Kristmannsson. Nánar í meginmáli. Ljósm. mbl.is/Árni Sæberg.
Fríða Rún Einarsdóttir og Viktor Kristmannsson. Nánar í meginmáli. Ljósm. mbl.is/Árni Sæberg.
1 af 2

Hér var í morgun getið um þrjú frækin frændsystkin með rætur í Skáleyjum og fjallað um eitt þeirra, Rúrik Gíslason landsliðsmann í fótbolta. Núna er komið að systkinunum Fríðu Rún og Viktor Karli Einarsbörnum. Eins og fram kom er amma þeirra frændsystkinanna þriggja Ólína Jóhanna Gísladóttir úr Skáleyjum, en foreldrar Fríðu og Viktors eru Kolbrún Karlsdóttir og Einar Kári Kristófersson. Fríða Rún er 22 ára og hefur um langt árabil verið í allra fremstu röð íslenskra fimleikakvenna. Viktor Karl er sautján ára gamall atvinnumaður í knattspyrnu, búsettur í Hollandi og á mála hjá AZ Alkmaar.

 

Fríða Rún Einarsdóttir byrjaði fimm ára í fimleikum og hefur varla stoppað síðan, búin að vinna alla titla hérlendis sem hægt er að vinna og suma margoft. Líka hefur hún margoft unnið til verðlauna erlendis. Eftirminnilegast er þó þegar hún fékk sex gull á einu Norðurlandamóti í unglingaflokki árið 2007.

 

Fríða er tvöfaldur Evrópumeistari í hópfimleikum kvenna, bæði árið 2010 og aftur 2012, og hún var í liðinu sem hlaut silfrið á Evrópumótinu sem haldið var í Laugardalshöll núna síðustu daga. „Hún er svakalegur íþróttamaður, öguð, samviskusöm og stórglæsileg fyrirmynd,“ segir Kolbrún móðir hennar.

 

Á myndinni eru þau Fríða Rún og Viktor Kristmannsson þegar þau urðu Íslandsmeistarar í áhaldafimleikum vorið 2009. Þá var hún aðeins 16 ára.

 

Viktor Karl Einarsson spilaði fótbolta með Breiðabliki alla yngri flokkana og fékk mikið lof fyrir góða frammistöðu. Hollenskir veiðarar sigtuðu hann síðan út fyrir tveimur og hálfu ári, þegar hann var aðeins fimmtán ára. Sakir ungs aldurs fór hann þó ekki út fyrr en í fyrrasumar. Hann gerði þriggja ára samning við hollenska félagið AZ Alkmaar, sem er íslenskum knattspyrnuáhugamönnum að góðu kunnugt, og núna er hann búsettur þar úti, er ánægður og gengur vel. „Hann er svakalega metnaðarfullur eins og systir hans, mjög agaður og líka frábær fyrirmynd eins og hún,“ segir Kolbrún.

 

Sjá einnig:

Hver einasta æfing skiptir miklu máli - viðtal við Fríðu Rún í Morgunblaðinu 1. mars 2011.

Fríða Rún: Draumur sem allar stelpur vilja upplifa - viðtal á Stöð tvö 22. október 2012.

Leiðin á toppinn, Sif og Fríða - þáttur í Sjónvarpinu 1. október 2014. Í kynningu segir: Í þættinum kynnumst við Sif Pálsdóttur og Fríðu Rún Einarsdóttur, landsliðskonum í hópfimleikum. Fimleikar hafa verið stór hluti af lífi þeirra, allt frá því þær voru börn í áhaldafimleikum til Evrópumeistara í hópfimleikum.

Margt og mikið um Fríðu Rún má finna með því að gúgla nafnið hennar.

Líka má finna eitt og annað um Viktor Karl með því að gúgla nafnið hans.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31