Tenglar

14. mars 2011 |

Afturelding 87 ára í dag en ber aldurinn vel

Björk, Egill, Lóa og Kolfinna Ýr.
Björk, Egill, Lóa og Kolfinna Ýr.
Á aðalfundi Ungmennafélagsins Aftureldingar í Reykhólahreppi fyrir helgi kom fram varðandi það sem fram undan er hjá félaginu, að fyrirhugað er að Natasha komi um mánaðamótin og kenni break og Adda muni byrja með sundæfingar sem fyrst. Sigurdís Egilsdóttir ætlar að vera með leikjanámskeið og frjálsíþróttaæfingar í sumar. Kvennahlaupið verður á sínum stað með svipuðu sniði og áður. „Við ætlum að reyna að fá einhvern til að vera með skokkæfingar, sem ýta vonandi undir þátttöku í Haustlitahlaupinu sem verður í september. Þá ætlum við líka að bjóða upp á að fólk geti hjólað“, segir Guðrún Guðmundsdóttir á Reykhólum, formaður UMFA.

 

Einnig eru hugmyndir um að kynna fyrir krökkunum aðrar íþróttir sem ekki eru æfðar í Reykhólahreppi, svo sem fimleika, karate, glímu og fleira.

 

„Við erum búin að fá fleiri tæki í lyftingasalinn fyrir neðan sundlaugina og vonumst til að geta opnað hann fljótlega. Ef fólk á einhver tæki heima sem það notar ekki má gjarnan gefa þau í salinn“, segir Guðrún.

 

Samþykkt var að Reykhólahreppur taki aftur við íþróttavellinum, þar sem þetta sé of stórt verkefni fyrir íþróttafélagið.

 

Stjórn Umf. Aftureldingar skipa Guðrún Guðmundsdóttir formaður, Herdís Erna Matthíasdóttir gjaldkeri og Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir ritari. Samþykkt var á aðalfundinum að árgjaldið yrði kr. 1.400 fyrir fullorðna en kr. 700 fyrir börn. Ákveðið var að senda reikninga framvegis gegnum banka svo að fólk fái þá í heimabankann.

 

Ungmennafélagið Afturelding í Reykhólahreppi var stofnað 14. mars 1924 og á þannig 87 ára afmæli í dag. Skráðir félagar eru 112.

 

Stjórn félagsins hefur eingöngu verið skipuð konum frá því að Egill Sigurgeirsson á Mávavatni baðst undan áframhaldandi formennsku fyrir tveimur árum.

 

Myndin sem hér fylgir var tekin á aðalfundinum. Á henni eru Björk Stefánsdóttir, Egill Sigurgeirsson, Svanborg Guðbjörnsdóttir (Lóa á Kambi) og Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir.

 

Sjá einnig:

05.05.2009  Ný stjórn Umf. Aftureldingar eingöngu skipuð konum

11.11.2008  Ungmennafélög voru í öllum hreppum austursýslunnar

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30