Tenglar

17. mars 2014 | vefstjori@reykholar.is

Ágúst Már annast afgreiðslu Landsbankans

Ágúst Már Gröndal.
Ágúst Már Gröndal.

Ágúst Már Gröndal á Reykhólum hefur verið ráðinn tímabundið til að annast afgreiðslu Landsbankans á Reykhólum á meðan Sóley Vilhjálmsdóttir í Nesi er í veikindaleyfi. Starfsmaður bankans á Patreksfirði hefur reynt að sinna þessu að undanförnu en veður og færð hafa stundum gert strik í reikninginn. Milli Patreksfjarðar og Reykhóla eru um 200 kílómetrar. Flestir ættu að þekkja hvernig sú leið er á vetrum.

 

Reglubundinn afgreiðslutími Landsbankans á Reykhólum er á miðvikudögum, fyrst í Barmahlíð kl. 11.30-12 og síðan í húsakynnum hreppsins við Maríutröð kl. 13-16.

 

Það frávik er í þessari viku, eins og hér hefur komið fram, að afgreiðslan verður á áðurnefndum stöðum og tímum á morgun, þriðjudag, en ekki á miðvikudag.

 

Athugasemdir

Jóna Magga, rijudagur 18 mars kl: 21:24

nei, hver gerir strik í reikninginn? eitthvað SETUR strik í reikninginn!!

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31