Tenglar

11. júlí 2013 | vefstjori@reykholar.is

Áhöfnin á Húna í Flatey, Eyjasigling með ferðir

Áhöfnin á Húna. Myndin er fengin á Facebooksíðu tónleikaferðarinnar.
Áhöfnin á Húna. Myndin er fengin á Facebooksíðu tónleikaferðarinnar.

Áhöfnin á Húna (sem þarf víst ekki að kynna frekar) verður með tónleika í Flatey á Breiðafirði síðdegis á laugardag (hefjast kl. 17.30). Eyjasigling (Björn Samúelsson á Reykhólum) verður með ferðir frá Staðarhöfn út í Flatey frá klukkan eitt eftir hádegi og fram eftir degi eins og þörf krefur og síðan til baka um kvöldið.

 

Þetta verða tíundu tónleikarnir af sextán á tónleikasiglingu Húna II hringinn í kringum landið í þágu Slysavarnafélagsins Landsbjargar og björgunarsveita um allt land.

 

Nánari upplýsingar um ferðirnar út í Flatey og pantanir í síma 849 6748.

 

Áhöfnin á Húna, sérstök vefsíða hjá RÚV

Áhöfnin á Húna á Facebook

Eyjasigling

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30