Tenglar

7. júní 2009 |

Áhyggjur þegar húsráðendur brugðu sér af bæ

Enginn fugl um hádegisbil ...
Enginn fugl um hádegisbil ...
1 af 2
Það fór ekki á milli mála að ýmsum brá í brún þegar enginn fugl var sjáanlegur í arnarhreiðrinu um liðlega tveggja klukkutíma skeið um hádegisbilið í dag. Tölvupóstar bárust og spurningar vöknuðu hvort arnarparið væri búið að yfirgefa hreiðrið. Enginn ungi, aðeins fúlegg? Svo hittist á, að fuglinn hvarf af hreiðrinu nokkru áður en útsendingin frá Formúlu eitt byrjaði. En - nokkru eftir að keppninni lauk birtist fuglinn aftur. Má það vera að hjónakornin hafi verið að fylgjast með kappakstrinum í sjónvarpinu?

 

Raunar væri dálítið öfugsnúið að vera sjálfur í beinni útsendingu allan sólarhringinn og þurfa svo að fara annað til að horfa á sjónvarpið.

 

Núna í kvöld hafa hjónin bæði verið á setri sínu. Annað þeirra hefur legið á hreiðrinu - hvort sem þar eru nú egg eða ungi eða ungar, það er ekki vitað - án þess að hreyfa legg eða lið eða væng og með hausinn niðri. Ef til vill að fá sér kríu úr því að æðarfuglinn er friðaður? En hitt hefur a.m.k. vakað þar rétt hjá og verið á útkikki.

 

Fyrri myndin er frá því laust eftir hádegi þegar keppnin í Formúlu eitt stóð sem hæst. Seinni myndin er tekin á elleftu stundu í kvöld. Líklega ekkert merkilegt í sjónvarpinu. Nema helst útsendingin í raunveruleikasjónvarpinu í hólmanum litla þar sem þátttakendurnir eru þeir einu sem fá ekki að njóta hennar.

 

Eins og áður skal minnt á tenglana á vefmyndavél Arnarsetursins: Annars vegar lítinn borða í tengladálkinum hér neðst til vinstri, hins vegar stóran borða undir efstu fréttinni á forsíðu sem birtist til skiptis við annan borða af handahófi.

 

Athugasemdir

María Jónsdóttir, rijudagur 09 jn kl: 07:57

Langar að fylgjast með varpinu

Valgerður Frid, rijudagur 09 jn kl: 10:20

Ég hef fylgst með arnarhreiðrinu í tvær vikur. Ég veit mjög lítið um fugla en finnst þetta spennandi.

Johannes, fimmtudagur 11 jn kl: 22:39

hvar get ég fylgst með varpinu ?

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31