Tenglar

20. júní 2011 |

Áhyggjur vegna þjónustu dýralækna á landsbyggðinni

Dýralæknar hafa af því áhyggjur hvert stefnir varðandi þjónustu dýralækna í dreifbýli. Sú breyting verður núna 1. nóvember að störf héraðsdýralækna sem sinna bæði opinberu eftirliti og almennri þjónustu verða lögð niður. Þetta á við um héraðsdýralæknana sem nú eru í Borgarnesi, Stykkishólmi, Búðardal, á Ísafirði, Hvammstanga, Blönduósi, Húsavík, Egilsstöðum, Breiðdalsvík, Höfn í Hornafirði og Kirkjubæjarklaustri.

 

Í staðinn koma stærri opinber eftirlitssvæði þar sem Matvælastofnun hefur umdæmisskrifstofur. „Með þessari breytingu verður jafnframt nauðsynlegt að tryggja almenna dýralæknaþjónustu í dreifðum byggðum landsins með öðrum hætti en verið hefur“, segir í ályktun á aðalfundi Dýralæknafélags Íslands fyrir skömmu.

 

Þar segir einnig: „Markmiðið er að tryggja dýraeigendum um allt land nauðsynlega dýralæknaþjónustu og þar með, m.a. af dýraverndarástæðum, að veik og slösuð dýr fái rétta meðhöndlun eins fljótt og kostur er. Ólíklegt er að dýralæknar fáist til starfa þar sem dýrafjöldi er takmarkaður og verkefni við lækningu dýra fremur fá.“

 

Jafnframt segir, að tryggja verði dreifðum byggðum reglubundna dýralæknaþjónustu og bráðaþjónustu. Stuðla verði að því að fyrir hendi verði nauðsynleg starfsaðstaða fyrir sjálfstætt starfandi dýralækna á Snæfellsnesi, í Dalasýslu, á Vestfjörðum, í Húnavatnssýslum, Þingeyjarsýslum, Múlasýslum og Skaftafellssýslum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30