Tenglar

20. desember 2018 | Sveinn Ragnarsson

Ákall til íbúa Reykhólahrepps

mynd Loftmyndir ehf.
mynd Loftmyndir ehf.

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps og Bæjarstjórn Vesturbyggðar biðla til íbúa Reykhólahrepps að leggjast á árar með okkur við að ljúka endurnýjun Vestfjarðavegar sem stofnbrautar sem allra fyrst og leysa þannig samgönguvandamál Vestfjarða. 

 

Samgöngur okkar Vestfirðinga hafa lengi valdið íbúum og fyrirtækjum erfiðleikum og mikil vinna verið lögð í endurbætur á Vestfjarðavegi. Hingað til hefur algjör sátt og einhugur ríkt meðal allra sveitarstjórna á Vestfjörðum um að leggja áherslu á láglendisveg út úr fjórðungnum samkvæmt leið Þ-H til að stytta ferðatíma og auðvelda samgöngur árið um kring. Nú eru blikur á lofti þegar við heyrum að rof hefur orðið í þessari samstöðu okkar Vestfirðinga þegar sveitarstjórn Reykhólahrepps virðist ætla að fara aðrar leiðir en áður hefur verið sátt um.

 

Við íbúar í Vesturbyggð og Tálknafirði óskum eftir nánu samstarfi við íbúa Reykhólahrepps um að koma samgöngumálum okkar í viðunandi horf sem allra fyrst. Vestfirðingar eru of fáir til að standa ekki saman í sínum framfaramálum og brýnt að við stöndum öll saman að hagsmunamálum fjórðungsins sem áður. Framundan er stór ákvörðun sem sveitarstjórn Reykhólahrepps þarf að taka og við óskum eftir því að tekið verði tillit til hagsmuna okkar íbúa og fyrirtækja á Vestfjörðum við þá ákvörðun. Það skiptir alla Vestfirðinga gríðarlegu máli að fá samgöngubætur á Vestfjarðavegi í gegn sem allra fyrst og íbúar Reykhólahrepps hafa lykilinn að þeim samgöngubótum í sínum höndum.

 

Við óskum jafnframt eftir stuðningi stjórnvalda til að koma þessum brýnu samgöngubótum samkvæmt Þ-H leið á Vestfjarðavegi í gegn sem allra fyrst.

  

Athugasemdir

Dalli, fstudagur 21 desember kl: 00:39

Ég skammast mín fyrir að vera Reykhólasveitungur, þegar sveitungar mínir tefja vegabætur í gegnum hreppinn. Ég vil ekki fá R-leiðina hér í gegn, með tilheyrandi eyðileggingu bújarða og skógræktar á Barmahlíð. Hver vill umferð í gegnum þéttbýli?

Málfríður Vilbergsdóttir, fstudagur 21 desember kl: 19:59

Hér með skora ég á hreppsnefnd Reykhólahrepps að láta kjósa um leiðarval vestur. Notum lýðræðið það er réttur okkar. Ég vildi helst að allir vestfirðingar gætu tekið þátt í þeirri kosningu.
Bestu jólakveðjur Málfríður Vilbergsdóttir

Eðvarð Hreiðarsson, fstudagur 21 desember kl: 21:18

Mér er bara ómögulegt að skilja hversvegna hreppurinn útilokaði leið I , út sunnanverðann þorskafjörð með tengingu á reykhóla, mögulega styttsta leiðin og möglunarlaus.

Jólakveðjur, Ebbi.

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir f.v. sveitarstjóri, mnudagur 24 desember kl: 16:45

Mér þykir ákaflega leitt að heyra um sífelldar tafir á því að ákvarða af hálfu hreppsnefndar um hvaða leið skuli valin. Þessi vegalagning skiptir meira máli fyrir sveitarfélögin Vesturbyggð og Tálknafjörð heldur en okkur hér.Þó vissulega skipti hún máli fyrir Gufudalssveitina. Þegar um þjóðveg er að ræða milli sveitarfélaga finnst mér að þau eigi öll að hafa ákvörðunarrétt um hvar og hvernig eigi að leggja veginn. Ég tek undir það að samstaða þarf að vera með Vestfirðingum um svona mál. Að breikka veg um Barmahlíð til þess að hann sé í samræmi við alla staðla líst mér ekki á. Þegar sá vegur sem nú er þar var lagður þurfti að gera það með mikilli varúð til að skemma ekki skóginn eða valda náttúruspjöllum. Það var gert mjög vel af hálfu Vegagerðarinnar á sínum tíma. Nú eru einnig bújarðir, skógrækt og fuglafriðunarland í hættu ef leggja á veginn um Reykhóla. Verði það niðurstaðan tefst þessi vegarlagning um mörg ár.
Jólakveðja. Jóna Valgerður

Bjarni Pétur Magnússon, rijudagur 25 desember kl: 15:49

Rúm 20 ár eru síðan ég sem sveitarstjóri staðfesti skipulagstillögu um vegarstæði um Teigsskóg.
Að þeirri tillögu unnu með annara þáverandi vegamálastjóri. Ég er enn jafn sannfærður þá og nú um að vegur um Þorskafjörð er besti kosturinn.
Við sem búum á höfuðborgarsvæðinu eigum friðland í Heiðmörk .Mér er mjög til efs að margur færi þangað til að njóta ef enginn væri vegurinn. Vegur um Teigsskóg gefur fólki færi á að njóta fegurðar svæðisins.
Ég bið íbúa Reykhólahrepps að hugsa sig vel um áður en vegarstæði um Reykjanes verður samþykkt .
Gleðilega hátíð
Bjarni PéturMagnússon

Einar Örn Thorlacius fyrrv. sveitarstjóri Reykhólahrepps, mnudagur 07 janar kl: 14:15

Ég verð nú að taka undir það með forverum mínum að mér líst ekkert á að fá alla umferðina í gegnum Reykhóla. Ég held að vegur um Þorskafjörð sé af mörgum ástæðum miklu betri kostur.

Varðandi ummæli Bjarna P um Heiðmörk get ég þó ekki stillt mig um að nefna það að e.t.v er þess ekki langt að bíða að öll bílaumferð verði bönnuð um Heiðmörk. Það stafar þó af öðrum ástæðum. Heiðmörk er á vatnsverndarsvæði og borgar- og veituyfirvöld hafa miklar áhyggjur af hugsanlegri mengun vatnsbóla frá bílaumferð ef óhapp verður.

Eyrún Guðnadóttir, rijudagur 08 janar kl: 20:28

Ég er ekki hlint R leyð það sem ég fér nokkra ferðir vestur á firði og Reykhólamenn sem vilja fá alla umferð um Reykhóla halda að það væri eins og Búðardal að það væri stopað þar sem er allgjör miskilingur besta leiðin er Þ H leið væri vanlegast kostur

Brynjúlfur Sæmundsson, mivikudagur 09 janar kl: 11:57

Ég vil minna á góða grein Jóhannesar Gíslasonar (Jóa í Skáleyjum) í Bændablaðinu 23. ágúst 2018: "Hernaðurinn gegn landinu". Hann leggst algjörlega gegn vegagerð um Reykhóla og færir mörg rök fyrir máli sínu. Fyrrverandi sveitarstjórar Reykhólahrepps eru heldur ekki hrifnir, sbr. hér að ofan.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31