Tenglar

8. janúar 2009 |

Aldraður sjómaður á Suðureyri Vestfirðingur ársins

Egill Kristjánsson veitir nafnbótinni Vestfirðingur ársins viðtöku.
Egill Kristjánsson veitir nafnbótinni Vestfirðingur ársins viðtöku.

Vestfirðingur ársins 2008 samkvæmt vali lesenda fréttavefjarins bb.is á Ísafirði er Egill Kristjánsson, 88 ára sjómaður á Suðureyri við Súgandafjörð. Egill stundar enn sjóinn og er mikið hreystimenni samkvæmt ummælum lesenda bb.is. „Hann er einn af hornsteinum vestfirsks samfélags, lifandi fyrirmynd fyrir unga sjómenn, hörkutól og einstakt góðmenni", voru ein ummælin. Í opnuviðtali við Egil í vikublaðinu Bæjarins besta sem kemur út í dag kemur fram, að honum hefur aldrei orðið misdægurt á lífsleiðinni og aldrei misst dag úr vinnu á sinni starfsævi, sem spannar heila þrjá aldarfjórðunga.

Í öðru sæti á vali á Vestfirðingi ársins 2008 varð Önundur Hafsteinn Pálsson á Flateyri, stofnandi og eigandi upptökuversins Tanksins í Önundarfirði. Hann þykir hafa sýnt dugnað og bjartsýni við uppbyggingu fyrirtækisins og sannað að hægt er að framkvæma stórhuga hugmyndir utan marka höfuðborgarsvæðisins. Í þriðja sæti varð Þorbjörn Steingrímsson á Garðsstöðum við Ísafjarðardjúp, Sigrún Pálmadóttir sópransöngkona úr Bolungarvík í fjórða sæti og Matthildur Helgadóttir Jónudóttir, baráttukona og framkvæmdastjóri Snerpu á Ísafirði varð í fimmta sæti.

 

Á myndinni tekur Egill Kristjánsson við viðurkenningarskjali, eignargrip og farandgrip í tilefni útnefningarinnar. Með honum á myndinni eru Thelma Hjaltadóttir blaðamaður á Bæjarins besta og Dýrfinna Torfadóttir gullsmiður í Gullauga á Ísafirði.
 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31