Tenglar

21. október 2014 | vefstjori@reykholar.is

Aldrei leiðinlegt á útskurðarnámskeiðum

Nemendurnir sjö niðursokknir í smíðastofunni í Reykhólaskóla.
Nemendurnir sjö niðursokknir í smíðastofunni í Reykhólaskóla.
1 af 7

Valgeir Benediktsson útskurðarmeistari í Árnesi í Trékyllisvík á Ströndum hélt núna um helgina námskeið á Reykhólum í listgrein sinni að frumkvæði Maríu Játvarðardóttur. Nemendurnir voru sjö talsins þó að hámarksfjöldinn hafi reyndar verið ákveðinn sex manns. „Þau eru mjög áhugasöm og dugleg“, sagði Valgeir.

 

„Mér finnst þetta mjög gaman og gefandi, sérstaklega þegar maður finnur þennan áhuga. Það fylgir þessu svo mikil gleði, og líka bara að koma saman og spjalla. Það er aldrei leiðinlegt á svona námskeiðum. Fyrir utan kennsluna sjálfa get ég frætt þau um íslenskan tréskurð, ég hef verið á kafi í þessu í áratugi og hef kynnt mér hann og sögu hans vel. Á safninu heima í Árnesi opnaði ég núna í sumar þemasýningu um íslenskan tréskurð,“ segir hann.

 

Nokkur ár eru liðin frá því að Valgeir hélt síðast námskeið af þessu tagi. Hann gerði töluvert af því hér áður þegar hann hélt á mörgum stöðum námskeið á vegum bæði Farskóla Norðurlands vestra og Farskóla Vestfjarða.

 

Valgeir segist alla tíð haft áhuga á tréskurði. „Ég var alltaf tálgandi sem krakki og pabbi tálgaði gjarnan fugla og hesta á kvöldin á veturna.“

 

Síðar var Valgeir búsettur í Reykjavík í rúman áratug. „Þá datt ég inn á tréskurðarnámskeið hjá Hannesi Flosasyni útskurðarmeistara, sem ég sá auglýst í blaði. Slík námskeið höfðu þá ekki verið haldin lengi. Þetta var á sínum tíma löggilt iðngrein og Hannes hafði lært þetta í Iðnskólanum.“

 

Valgeir fór á nokkur fyrstu námskeiðin sem Hannes hélt og síðan fór hann til Matthíasar Andréssonar, sem var líka útskurðarmeistari, og lærði hjá honum að skera í horn og bein.

 

„Tréskurður og málmsmíði hafa fylgt þjóðinni allt frá landnámi,“ segir Valgeir, „bæði sem atvinnugrein og sem alþýðulist.“

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Mars 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31