Tenglar

12. apríl 2009 |

Álft með gervihnattasendi í Djúpafirði

Sendirinn festur á Rocky í vetur.
Sendirinn festur á Rocky í vetur.
1 af 3

Þessi svanur heitir Rocky og hélt sig í Djúpafirði í Reykhólahreppi núna á páskadag. Hann er karlkyns eins og nafnið bendir til og borinn í heiminn árið 2005. Fyrst var hann merktur á verndarsvæðinu í Caerlaverock í Skotlandi í desember það ár og hélt norður á bóginn snemma í apríl um vorið. Ekki er vitað hvar hann hefur haldið sig á sumrin en hann hefur verið í Caerlaverock á hverjum vetri og sást á Norður-Írlandi 30. október í haust á leið þangað. Hinn 10. desember sl. var festur á hann gervihnattasendir og núna er hægt að fylgjast með ferðum hans á hverjum degi og nokkurra ættingja hans.


Rocky hefur haldið kyrru fyrir í Djúpafirði undanfarna daga eftir að hafa flogið nokkuð rakleiðis þangað. Að vísu var leiðin dálítið krókótt síðasta spölinn með viðkomu á Laugum í Sælingsdal og úti við Klofning áður en strikið var tekið norður yfir.

Sjá gervihnattakort frá því í dag á myndum nr. 2 og 3. Smellið á myndirnar til að stækka þær.
 

Nánar hér

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31