Tenglar

28. mars 2017 | Sveinn Ragnarsson

Álit Skipulagsstofnunar birt í dag

Vegagerðin
Vegagerðin

 

Vestfjarðavegur: Sótt verður um framkvæmdaleyfi eftir rýni á áliti Skipulagsstofnunar.

 

 Skipulagsstofnun hefur nú lagt fram álit sitt um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar (60) á milli Bjarkalundar og Skálaness á sunnanverðum Vestfjörðum. 

 

Vegagerðin lagði fram matsskýrslu þar sem kynntir voru fimm kostir á lagningu vegarins, þar sem fram kom að markmið með framkvæmdunum er að bæta samgöngur um Vestfjarðaveg, stytta vegalengdir og tryggja öryggi. Allar leiðirnar voru taldar uppfylla umferðaröryggiskröfur og hafa veruleg jákvæð áhrif á samgöngur á svæðinu og umferðaröryggi. Allar leiðirnar hafa margvísleg neikvæð umhverfisáhrif eins og tíundað var í matsskýrslunni. 

 

Niðurstaða Vegagerðarinnar var að leggja til að nýr vegur verði lagður samkvæmt svokallaðri leið Þ-H um Teigsskóg.

 

Álit Skipulagsstofnunar er í meginatriðum í samræmi við niðurstöður Vegagerðarinnar á mati umhverfisþátta líkt og fram kemur í matsskýrslunni sem lögð var fram, þótt áherslur séu mismunandi eins og eðlilegt má teljast í jafn flóknu máli. Vegagerðin vísaði fyrst og fremst á efnahagslega þáttinn til að rökstyðja leiðarval, en um 4,0 milljarða króna munur er á áætluðum kostnaði við leið Þ-H og næstódýrustu leiðinni. Með leið D2 sem Skipulagsstofnun og Vegagerðin telja að muni hafa minnst neikvæð umhverfisáhrif, þ.e.a.s. að vegurinn yrði lagður með jarðgöngum undir Hjallaháls, lægi Vestfjarðavegur áfram yfir Ódrjúgsháls meðan leið Þ-H liggur öll á láglendi. Leið Þ-H er auk þess tveimur kílómetrum styttri en leið D2.

 

Vegagerðin mun nú rýna álit Skipulagsstofnunar og taka saman rök og skýringar við ýmsum ábendingum og álitaefnum sem fram koma í álitinu, og reiknar síðan með að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu vegar samkvæmt leið Þ-H til sveitarstjórnar Reykhólahrepps.

 

Álit Skipulagsstofnunar 

Matsskýrsla Vegagerðarinnar

 

Af vef Vegagerðarinnar

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31