Tenglar

30. október 2013 | vefstjori@reykholar.is

Allir með hálstau á föstudaginn

Afmælisbarn þemadagsins með myndarlegt um hálsinn. Nánar um mann þennan í meginmáli.
Afmælisbarn þemadagsins með myndarlegt um hálsinn. Nánar um mann þennan í meginmáli.

Fyrsti föstudagur í nóvember er núna á föstudaginn, fyrsta dag mánaðarins, og þar með þemadagur í Reykhólahreppi hvað klæðaburð varðar. Að þessu sinni er þemað hálstau af einhverju tagi, hvort sem um er að ræða hálsbindi, þverslaufur, slæður eða trefla nú eða eitthvað annað. Fólk er hvatt til að taka þátt í þessum leik og lífga upp á skammdegið með skemmtilegu hálstaui og kalla kannski fram stöku bros á förnum vegi.

 

Þegar þessi leikur hófst í haust var ráðgert að fyrsti föstudagurinn í desember (sem ber upp á þann sjötta) yrði ljótupeysudagur. Vegna athugasemda sem skrifstofu Reykhólahrepps bárust var hætt við þá hugmynd en stungið er upp á lopapeysudegi í staðinn. Hvað finnst fólki um það?

 

Svo vantar hugmyndir varðandi klæðaburð fyrsta föstudag hvers mánaðar til vors. Hugmyndir og uppástungur eru vel þegnar og sendist í netfangið skrifstofa@reykholar.is. Líka mætti koma slíku á framfæri hér fyrir neðan. Jafnframt er fólk hvatt til að senda vefnum myndir frá þessum þemadögum (vefstjori@reykholar.is) hvort sem það er á heimilum eða vinnustöðum eða í skólanum.

 

Maðurinn með hálstauið veglega á myndinni sem hér fylgir (málverk eftir Per Krafft yngri) átti einmitt afmæli hinn 1. nóvember, sem jafnframt er Allraheilagramessa. Þetta er Gústaf IV. Adolf Svíakonungur sem fæddist þann dag árið 1778.

 

Sjá einnig:

05.09.2013 Náttfatadagur, allir með hálstau, ljótupeysudagur

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30