Tenglar

30. mars 2011 |

Allir sextugir og eldri velkomnir á samverustundir

Króksfjarðarnes.
Króksfjarðarnes.
Félag eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi stendur fyrir samverustundum alla fimmtudaga mikinn hluta vetrar, ýmist í húsi Rauða krossins í Búðardal eða félagsheimilinu Vogalandi í Króksfjarðarnesi. Dagskráin er fjölbreytt og hefst alltaf kl. 13.30 og stendur til kl. 16. Kaffi og meðlæti kostar kr. 300. Allir eldri borgarar 60 ára og eldri eru velkomnir, hvort sem þeir eru í félaginu eða ekki. Komið verður saman í Vogalandi á morgun, 31. mars. Að sögn Jónu Valgerðar Kristjánsdóttur í Mýrartungu, ritara félagsins, verður þar meðal annars félagsvist og verðlaunin vegleg og „sérlega nytsamleg“.

 

Venja er að þessar samverustundir hefjist í október og standi fram í desember. Síðan er þráðurinn tekinn upp á ný í febrúar og honum haldið fram á vorið. Núna í lok apríl verður lokahátíð jafnframt því sem aðalfundur verður haldinn.

 

Formaður Félags eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi er Þrúður Kristjánsdóttir í Búðardal, sem í áratugi var þar kennari og skólastjóri. Víví Kristóberts í Búðardal er varaformaður, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir í Mýrartungu ritari (Þrúður og Jóna Valgerður eru systur) og Björk Bárðardóttir á Reykhólum gjaldkeri.

 

Á meðfylgjandi mynd er horft yfir Króksfjarðarnes. Myndin er gömul enda ekki búið að þvera Gilsfjörð og færa þjóðveginn neðar. Vinna við þverun Gilsfjarðar hófst árið 1996 eða fyrir fimmtán árum. Smellið á myndina til að stækka hana.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31