Tenglar

19. ágúst 2016 | Umsjón

Allir velkomnir á skákmótið á Reykhólum

Birna E. Norðdahl 21 árs.
Birna E. Norðdahl 21 árs.

Allt kvennalandsliðið í skák og fjórir stórmeistarar úr hópi karla eru meðal þeirra mörgu sem tefla á Minningarmóti Birnu E. Norðdahl á Reykhólum á morgun, laugardag. Friðrik Ólafsson ætlaði líka að koma en af því getur því miður ekki orðið. Mótið er öllum opið, hvort sem þeir eru háir eða lágir að skákstigum. Ekki er neitt þátttökugjald og ekki þarf að hafa með sér töfl eða klukkur heldur bara góða skapið.

 

Mótið verður í íþróttahúsinu á Reykhólum og hefst kl. 14. Tefld­ar verða átta um­ferðir með 10 mín­útna um­hugs­un­ar­tíma. Öllum er velkomið að fylgjast með. Á það skal sérstaklega bent, að á skákstað verður til sýnis sitthvað sem tengist Birnu heitinni, verðlaunagripir sem henni hlotnuðust, ýmis handaverk hennar og fleira.

 

Fólk sem vill taka þátt í mótinu getur skráð sig í hrafnjokuls@hotmail.com fram til klukkan 13 á morgun, laugardag.

 

 

Sjá nánar:

 

Meistarar tefla í minningu Birnu (mbl.is 16. ágúst 2016).

 

Fjöldi skákmeistara á Reykhólum (Hrókurinn 16. ágúst 2016).

 

Amman í skákinni gaf engin grið (Hrókurinn 15. ágúst 2016).

 

Fyrirgefðu, mát elskan (Hrókurinn 14. ágúst 2016).

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31