Tenglar

3. febrúar 2017 | Umsjón

Alls 25,5 milljónir vegna ljósleiðara í Reykhólahreppi

Fjarskiptasjóður úthlutar styrkjum til sveitarfélaga til ljósleiðara-væðingar í dreifbýli utan markaðssvæða. Umsóknar- og úthlutunarferli vegna fyrirhugaðra framkvæmda sveitarfélaga á árinu 2017 er langt komið. Núna 1. febrúar voru opnaðar samtals 146 styrkbeiðnir frá 34 sveitarfélögum.

 

Mat á þeim umsóknum liggur fyrir. Alls eiga 23 sveitarfélög nú kost á alls 450 milljóna króna styrk til þess að tengja um 1.800 lögheimili og vinnustaði með ljósleiðara. Þar af á Reykhólahreppur kost á 19 millj. króna til að tengja 76 lögheimili og vinnustaði.

 

Fyrir rúmri viku var greint frá 6,5 milljóna króna aukaframlagi til Reykhólahrepps, óháð því sem hér um ræðir. Þannig koma samtals 25,5 milljónir í hlut Reykhólahrepps vegna ljósleiðaravæðingar á þessu ári.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31