Tenglar

2. september 2016 | Umsjón

Alls kyns sumaruppskera á markaði í Króksfjarðarnesi

Markaður með heitinu Sumaruppskeran 2016 verður í Króksfjarðarnesi á vegum Handverksfélagins Össu kl. 13-17 á morgun, laugardaginn 3. september. Meðal seljenda verða Fiskvinnslan Drangur með saltfisk og annað fiskmeti, Nesskel með bláskel og Reykskemman á Stað með reyktan rauðmaga, rúllupylsu og rúgbrauð.

 

Þarna verða jafnframt lostalengjurnar sívinsælu frá Matthíasi og Hafdísi í Húsavík á Ströndum ásamt kæfu, rúllupylsu og fleira kjötmeti. Líka verða á markaðinum kartöflur, aðalbláber og fleira ljúfmeti.

 

Assa verður með hina íslensku kjötsúpu til sölu frá kl 12.

 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31