Tenglar

14. janúar 2010 |

Allt að þrjátíu manna sveitarstjórn á Vestfjörðum?

Verði af sameiningu sveitarfélaga í heilum landshlutum er hugsanlegt að sveitarstjórnir starfi með allt öðrum hætti en nú er. Halldór Halldórsson, formaður Sambands ísl. sveitarfélaga og bæjarstjóri á Ísafirði, segir mögulegt að sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags á Vestfjörðum yrði mjög fjölmenn, kannski allt að 30 manns. Hún myndi hins vegar aðeins hittast nokkrum sinnum á ári fullskipuð. Þess á milli myndi hluti hennar stýra sveitarfélaginu frá degi til dags en aðrir sveitarstjórnarmenn myndu starfa í svæðisráðum.

 

Greið leið á milli svæða innan sama sveitarfélagsins er ekki endilega forsenda fyrir sameiningu. Bent er á að eitt af fjórum sveitarfélögum á Grænlandi nær yfir þveran Grænlandsjökul og þrjú tímabelti.

 

Hér á landi á að horfa til samgangna og fjarskipta við þá vinnu um sameiningu sveitarfélaga, sem hafin er í samgönguráðuneytinu. Íbúum verður kynnt hvaða framkvæmdir séu á döfinni í samgöngumálum áður en þeir taka afstöðu til sameiningar.

 

Þetta kom fram í Morgunblaðinu.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30