Tenglar

14. ágúst 2012 |

Allt fullt af sveppum - uppskrift til reiðu

Sveppir sem tíndir voru í dag í landi Hyrningsstaða fyrir súpu kvöldsins.
Sveppir sem tíndir voru í dag í landi Hyrningsstaða fyrir súpu kvöldsins.
1 af 2

Villisveppirnir í súpuna á Reykhólum í kvöld voru tíndir í dag í landi Hyrningsstaða við Berufjörð í Reykhólasveit, rétt innan við Barmahlíðina fríðu. Að því verki stóðu Árni Baldvinsson á Hyrningsstöðum (þar er nú einungis sumardvöl á síðari árum) og Steinar Pálmason í Álftalandi á Reykhólum, sem eldar súpufundarsúpuna eins og svo oft áður. Að sögn Steinars verða í súpunni einar sex tegundir af sveppum úr Reykhólasveit. „Núna er ég búinn að skræla sveppina og fer svo að þvo þá og sjóða,“ sagði hann á fimmta tímanum í dag.

 

Svar þeirra félaga við spurningunni hvernig sveppaárið sé að þessu sinni er afdráttarlaust: Það er allt fullt af sveppum.

 

Þegar Steinar Pálmason er spurður hvar og hvenær kunnáttu hans í villisveppasúpugerð verði notið annars staðar en á Reykhólum í kvöld segir hann: Ef fólkinu á fundinum þykir súpan góð, þá er velkomið að fá hjá mér uppskriftina.

 

Kannski má líka vænta þess, að nemendur og kennarar Reykhólaskóla, sem og heimilisfólk í Barmahlíð á Reykhólum, fái núna með haustinu að njóta þessarar heimahéraðsvillisveppasúpu, því að meistari Steinar Pálmason er matráður hinna sameinuðu mötuneyta Reykhólahrepps.

 

Meðfylgjandi myndir voru teknar í dag í Veitunni á Hyrningsstöðum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30