Tenglar

27. apríl 2015 |

Allt klárt fyrir þangvertíðina

Þörungaverksmiðjan. Á innfelldu myndinni er Finnur Árnason frkvstj.
Þörungaverksmiðjan. Á innfelldu myndinni er Finnur Árnason frkvstj.

Rétt fyrir páska lauk þaravertíð hjá Þörungaverksmiðjunni hf. og gekk allt vel, bæði að afla þara, framleiða mjöl og selja. Ætlunin var að sláttur á þangi hæfist strax eftir páskana og hafa sláttuprammar verið klárir í slaginn núna í hálfan mánuð. Tvennt hefur þó tafið að sláttur hæfist, annars vegar slæmt veður og hins vegar tafir á viðgerðum á skipum í Stykkishólmi. Þær tafir voru að hluta líka vegna veðurs.

 

Í spjalli við Finn Árnason framkvæmdastjóra kom fram, að þessi töf hafi verið vel nýtt til endurnýjunar og viðhalds á verksmiðju félagsins, en þó sé vissulega komið nokkurt óþol í menn sem vilja byrja slátt og vinnslu. Fjórir sláttuprammar anna þörfum verksmiðjunnar í sumar og sá fimmti verður til taks til að mæta hugsanlegum bilunum eða töfum við slátt.

 

Eins og áður verður slegið í verktöku og verður stýring prammanna að þessu sinni á einni hendi. Með breyttu fyrirkomulagi er ætlunin að ná fram betri samhæfingu og þar með hagræðingu við slátt og söfnun þangs. Eftirlit með ástandi pramma verður betra og stöðugt viðhald meira en áður. Einnig stendur til að prófa aðrar aðferðir en að nota netapoka við að safna þangi og flytja.

 

Finnur segir mikilvægt að sláttur hefjist sem fyrst. Ekki væri vanþörf á að hefja framleiðslu þar sem lager af mjöli er orðinn fábreyttur og pantanir fyrirliggjandi. Mikilvægu verkefni er þó ólokið, segir hann, en það er að fylla í nokkur sumarstörf og afleysingar. Finnur bað um að því yrði komið á framfæri að áhugasamir um störfin hefðu samband við hann eða Bjarna Þór í síma 849 7080 eða 434 7803, eins og fram kom í næstu frétt hér á undan.

 

Athugasemdir

Hlynur Þór, mnudagur 27 aprl kl: 23:11

Fyrir ókunnuga er e.t.v. rétt að nefna, að talsverður munur er á þangi og þara, og jafnframt á þangvertíð og þaravertíð, auk þess sem þangs og þara er aflað með ólíkum hætti.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30