Tenglar

7. maí 2015 |

Alltaf eitthvað að gerast - nema í júlí!

Ólína Kristín Jónsdóttir, formaður Barðstrendingafélagsins í Reykjavík.
Ólína Kristín Jónsdóttir, formaður Barðstrendingafélagsins í Reykjavík.

Á aðalfundi Barðstrendingafélagsins í Reykjavík fyrir skömmu gerðist það í fyrsta skipti í langan tíma, að kjósa þurfti í varastjórn. „Það er mjög ánægjulegt að það séu fleiri en komast að sem hafa áhuga á að starfa fyrir félagið,“ segir Ólína Kristín Jónsdóttir, sem er að byrja þriðja árið sitt sem formaður. „Þó að ekki hafi allir komist að núna, þá mun ábyggilega vera þörf fyrir krafta þeirra síðar,“ segir hún. Á stjórnarfundi í vikunni skipti stjórnin með sér verkum og er nú þannig skipuð:

 • Formaður: Ólína Kristín Jónsdóttir frá Mýrartungu II
 • Varaformaður: Helgi Sæmundsson frá Patreksfirði
 • Gjaldkeri: Jóhanna Fríða Dalkvist frá Mýrartungu I
 • Ritari: Hugrún Einarsdóttir frá Gilsfjarðarbrekku
 • Meðstjórnandi: Aðalheiður Hallgrímsdóttir frá Mýrartungu II
 • Meðstjórnandi: Aldís Jónsdóttir frá Patreksfirði
 • Meðstjórnandi: Jóhann Magnús Hafliðason frá Hafrafelli
 • Varamaður: Gauti Eiríksson frá Stað á Reykjanesi
 • Varamaður: Guðmundur Sæmundsson frá Eyri í Kollafirði
 • Varamaður: Sigríður Pálsdóttir frá Patreksfirði
 • Varamaður: Sigurmundur Haraldsson frá Fossá á Barðaströnd

Ólína Kristín biður Reykhólavefinn að minna á það, hversu tilvalinn vettvangur Barðstrendingafélagið er fyrir brottflutta að hittast. „Það er eitthvað að gerast hjá okkur alla mánuði ársins nema í júlí. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir hún.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29