Tenglar

15. júní 2016 |

Alltaf eitthvað nýtt í Króksfjarðarnesi á sumrin

Úr Arnarsetri Íslands í Króksfjarðarnesi.
Úr Arnarsetri Íslands í Króksfjarðarnesi.
1 af 2

Handverksfélagið Assa opnar markaðinn sinn í Króksfjarðarnesi núna á þjóðhátíðardaginn og verður hann opinn alla daga í sumar kl. 11-18. Þó að jafnan sé talað um handverksmarkaðinn í Nesi, þá er fleira en handverk á markaði þar og fleira en markaður á staðnum. Kaffihúsið er á sínum stað með vöfflunum vinsælu (jafnan bætast við fleiri sortir) og upplýsingahorn fyrir ferðamenn. Verið er að koma upp sýningu á gömlum munum úr sveitarfélaginu; má það teljast skemmtileg viðbót við það starf sem fyrir er í kaupfélagshúsinu gamla.

 

Bóka- og nytjamarkaðurinn verður með sama fyrirkomulagi og verið hefur. Hver bók kostar 300 krónur en á nytjamarkaðinum gilda frjáls framlög. Ef fólk vill gefa bækur eða annað á markaðinn, þá er tekið við því þegar opið er. Allur ágóði rennur eins og áður til samfélagsmála í Reykhólahreppi (720 þúsund á fimm árum).

 

Össusetrið (Arnarsetur Íslands) á sama stað verður líka opnað á föstudaginn og verður opið í sumar á sama tíma og markaðurinn.

 

Þau sem standa að markaðinum í Nesi vonast til að sem flestir líti þar inn að lokinni hátíðinni í Bjarkalundi.

 

Handverksfélagið Assa á Facebook

 

Ólík viðfangsefni ferðafólks í Króksfjarðarnesi

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30