Tenglar

30. nóvember 2015 |

Alltaf til í gott ævintýri

Frjáls eins og fuglinn ...
Frjáls eins og fuglinn ...
1 af 2

Á vefnum heilsutorg.is birtist fyrir nokkrum dögum ítarlegt og skemmtilegt viðtal við Ágústu Ýri Sveinsdóttur frá Skálanesi í Reykhólahreppi undir fyrirsögninni Ágústa Ýr stundar svifvængjaflug af fullum krafti og hér segir hún okkur frá sportinu. Í viðtalinu er hún reyndar spurð út í sitthvað fleira en sportið. Fram kemur m.a. að núna er hún í námi til BA-prófs í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri ásamt því að vinna sem rafvirki. Svifvængjaflugið er hennar helsta áhugamál, en því fylgir ferðabaktería og mikill áhugi á mismunandi menningu og siðum. Líka kveðst hún elska að prjóna og lesa góðar bækur, helst með heitan tebolla.

 

Og hvernig skyldi Ágústa Ýr Sveinsdóttir, heimshornaflakkari með meiru, lýsa sjálfri sér?

 

„Ég mun alltaf lýsa mér sem rólegri manneskju, þar sem ég á auðvelt með að una mér við einföldustu hluti og þarf ekki að hafa mikið að gerast í kringum mig til að njóta stundarinnar. En einnig hef ég rosalega gaman af því að prófa nýja hluti og gera eitthvað sem ég vissi ekki að ég gæti gert. Takast á við áskoranir og læra af þeim. Ég er alltaf til í gott ævintýri.“

 

Kjarni málsins varðandi helsta áhugamálið er þessi: „Í svifvængjaflugi nýtir þú ekkert vélarafl, einungis krafta náttúrunnar. Þess vegna ertu frjáls í loftinu og flýgur með fuglunum. Það er hægt að líkja þessu við að vera í rólu, nema þú ert bara miklu hærra uppi og með magnað útsýni.“

 

Viðtalið á Heilsutorgi má lesa hér í heild. Þaðan eru myndirnar sem hér fylgja og þar má líka sjá fleiri.

 

Sjá einnig:

27.12.2013  Pósturinn komst til skila eftir fjórtán ár

23.02.2012  Metnaður Ágústu er okkur öllum hvatning

10.10.2011  Ekki pláss fyrir verðlaunin í bakpokaferð um heiminn

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29