Tenglar

17. mars 2011 |

Almenn sýning á Litlu Ljót á sunnudag

1 af 3
Leikritið Litla Ljót verður frumsýnt á árshátíð Reykhólaskóla annað kvöld. Aukasýning fyrir almenning verður á sunnudag, 20. mars kl. 16, í íþróttahúsinu á Reykhólum. Nemendur og starfsfólk Reykhólaskóla vonast til að sem flestir komi á sýninguna. Leikstjóri er Sólveig Sigríður Magnúsdóttir (Solla Magg) en Steinunn Rasmus annast söngstjórn. „Ég get lofað ykkur því að þetta verður mikil sýning“, sagði Solla Magg um það leyti sem æfingar voru að hefjast.

 

Allir nemendur Reykhólaskóla taka þátt í sýningunni.

 

Miðaverð á sýninguna á sunnudag - vöfflur og kaffi eða kakó er innifalið:

         Fullorðnir kr. 1 200.

         Börn kr. 500.

         Frítt fyrir yngri en 6 ára.

 

Meðfylgjandi myndir eru frá æfingum á Litlu Ljót. Smellið á þær til að stækka. Fleiri myndir má skoða undir Ljósmyndir > Myndasyrpur í valmyndinni hér vinstra megin.

 

Athugasemdir

Eyvindur Magnússon, fstudagur 18 mars kl: 08:19

Hvet alla að sjá þessa sýningu hvort sem er á föstudag eða sunnudag, leiktímar á sunnudagsmorgun falla niður vegna sýninganna. Kv.Eyvi

Ingibjörg Þór, laugardagur 19 mars kl: 10:40

Bravó! Þetta var algjörlega frábær sýning og óska ég nemendum, kennurum, Sollu og öllum öðrum sem komu að henni innilega til hamingju. Hvet alla til að fara og sjá, sjón er sögu ríkari.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31