21. apríl 2018 | Sveinn Ragnarsson
Almennur fundur um verkefni sveitarfélagsins
Miðvikudaginn 25. apríl kl. 17 - 19 verður haldinn í matsal Reykhólaskóla almennur íbúafundur með formönnum nefnda sveitarfélagsins o.fl.
Dagskrá:
Sveitarstjóri býður fólk velkomið.
Formenn nefnda á vegum hreppsins og skipuleggjandi Reykhóladaga segja örstutt frá þeim málum sem eru efst á baugi og hvað er framundan.
Stutt kaffihlé (10 mín)
Umræða í hópum, einn hópur um hverja nefnd
- fyrri umræða, með formönnum nefndanna.
Seinni umræða í hópum, formenn eru ekki í sínum hópi.
Skoðun hugmynda.
Atkvæðagreiðsla um hugmyndir.
Fundi slitið.
Niðurstöður verða kynntar á vef sveitarfélagsins að nokkrum dögum liðnum.