Tenglar

31. janúar 2014 | vefstjori@reykholar.is

Áminning um að staðið verði við forgangsröðun

Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg.
Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg.

Annað árið í röð ganga hörð vetrarveður yfir Vestfirði um jól og áramót, sem einangra stóra hluta Vestfjarða og eru áminning um að staðið verði við forgangsröðun verkefna í samgönguáætlunum frá Alþingi. Taka verði einnig til umfjöllunar ný samgönguverkefni í langtíma samgönguáætlun. Framkvæmdastjóra falið að útfæra kynningarátak í þessum efnum og leita samstarfs við atvinnulíf. Óskað verði eftir fundi með vegamálastjóra í samstarfi við samgöngunefnd Fjórðungssambandsins.

 

Ofanritað er úr bókun á stjórnarfundi Fjórðungssambands Vestfirðinga fyrr í þessum mánuði. Þar voru samgöngumál tekin til umræðu að ósk formanns sambandsins, Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur.

 

Friðbjörg Matthíasdóttir, varaformaður stjórnar, lagði til að öryggismál yrðu einnig rædd í þessu samhengi. Hún lagði til að rætt verði við almannavarnanefndir á Vestfjörðum um samstarf í þessu máli og boðað yrði til sameiginlegs fundar með innanríkisráðuneyti. Tillaga þessi var samþykkt.

 

Fund þennan, sem var fjarfundur, sátu auk starfsmanna allir aðalmenn í stjórn Fjórðungssambandsins, þau Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Ísafjarðarbæ, Friðbjörg Matthíasdóttir, Vesturbyggð, Sveinn Ragnarsson, Reykhólahreppi, Ómar Már Jónsson, Súðavíkurhreppi, og Sigurður Pétursson, Ísafjarðarbæ.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31