Tenglar

18. mars 2014 | vefstjori@reykholar.is

Án samninga um makrílinn tapast 10 milljarðar árlega

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.

Tækifærið var látið renna landsmönnum úr greipum og stærilæti íslensku sendinefndarinnar stuðlaði að því að Færeyingar sömdu við ESB og Norðmenn og náðu ágætum samningi. Staða Íslendinga hefur heldur veikst, en í boði er að ganga inn í gerðan samning á kjörum sem aðrir hafa ákveðið.

 

Þetta segir Kristinn H. Gunnarsson fyrrv. þingmaður Vestfirðinga og fyrrv. stjórnarformaður Byggðastofnunar m.a í grein undir ofanritaðri fyrirsögn sem hann sendi vefnum til birtingar. Þar segir hann einnig:

 

Íslensk stjórnvöld gengu frá samningaborði fyrir skömmu og skildu Færeyinga eina eftir í viðræðum við Evrópusambandið og Norðmenn. Það var alvarleg skyssa í ljósi þess að fyrir lá að Færeyingar áttu mikið undir því að ná samningum.

 

Grein Kristins í heild má lesa hér og undir Sjónarmið í valmyndinni vinstra megin.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Aprl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30