Tenglar

20. nóvember 2014 | vefstjori@reykholar.is

Ánægjuleg viðurkenning fyrir öryggismál

Garðar Jónsson, Eggert Ólafsson og Helgi Jón Ólafsson og fremst Fanney Birgisdóttir með skjöldinn.
Garðar Jónsson, Eggert Ólafsson og Helgi Jón Ólafsson og fremst Fanney Birgisdóttir með skjöldinn.
1 af 2

Starfsfólk Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum fékk fyrir nokkru viðurkenningarskjöld frá móðurfyrirtækinu FMC vegna öryggismála. Viðurkenningin er fyrir samfellt tveggja ára tímabil eða árin 2012 og 2013 þar sem engin slys urðu á starfsmönnum fyrirtækisins. Skjöldurinn er svartur og gylltur á dökkri viðarfjöl og prýðir nú mötuneyti verksmiðjunnar. Þar er hann áminning um gott starf í öryggismálum og nauðsyn þess að áfram verði haldið á sömu braut.

 

Garðar Jónsson öryggisstjóri Þörungaverksmiðjunnar segir skjöldinn vera mjög gott og verðskuldað klapp á bakið á öllum starfsmönnum félagsins og jafnframt hvatning til að halda áfram á góðri leið. Öll áhersla sé lögð á öryggismál og að ekki verði slys á fólki.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29