Tenglar

22. júní 2011 |

Andarungi - álftarungi? - háfaður upp úr Grettislaug

1 af 3
Grettislaugin góða á Reykhólum er vinsæl bæði meðal heimafólks og ferðamanna. Það sýndi sig með óvenjulegum hætti í dag - þó að óljóst sé hvort gesturinn skuli talinn meðal heimafólks eða ferðamanna. Allt í einu var lítill andarungi kominn þar á sundsprett eins og annað fólk. En þar sem unginn var ekki í fylgd með fullorðnum skv. reglugerð kom Dísa Sverrisdóttir sundlaugarstjóri með háf og veiddi hann upp úr lauginni, setti í fötu og fór með inn á skrifborð. Meðan unginn þornaði dundaði hann sér við að skoða tölvuna og kíkja í blað.

 

Svo kom Björn Samúelsson og fór með ungann niður á Langavatn. Að vísu er vatnið ekki eins hlýtt og laugin en þar er að minnsta kosti nóg æti og félagsskapur af öðrum fuglum.

 

Þessi ungi hefði ekki passað í ævintýri H.C. Andersens um ljóta andarungann. En - hver veit samt nema í fyllingu tímans komi fulltíða svanur í (aðra) heimsókn í Grettislaug og lendi þar eins og flugbátur. Þá þyrfti Dísa nokkuð stóran háf ...

 

Indiana Ólafsdóttir var í Grettislaug í dag og tók meðfylgjandi myndir.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30